Almenningur á að blæða ekki þeir ríku

Hægri flokkarnir eru alls ekki á móti því að skera niður í samfélaginu, bara ekki hjá þeim betur settu. Áherslurnar liggja fyrir frá sumarþinginu og í fjárlagafrumvarpinu.. Veiðigjald afnumið, hátekju og auðlegðarskattar eiga að afleggjast sem fyrst í staðinn skal skorið niður í velferðarkerfinu. Það má alveg leggja stór fé frá almenningi í vegaframkvæmdir ef þær auka verðmæti landareigna þeirra vel settu eins og Engeyjarættarinnar eins og verið er að gera í Garðabæ og svo var að sjálfsögðu allt í lagi að fjölga ráðherrum og auka þannig kostnaðinn verulega við ríkisstjórnina til að koma gæðingunum að og svo hælir formaður fjárlaganefndar sér af því að hún þori sko að skera niður en samt er ekkert skorið niður í fjáraustrinum í landbúnaðarstyrkina, Bygging Landspítalahús er slegin af þó vitað sé að það myndi spara okkur góðan pening á hverju ári og að okkur vanti framkvæmdir í samfélagið til að koma því af stað.  Það er skorið vel niður í skapandi störfu eins og t.d. kvikmyndagerð sem vitaða er að skilar sér margfalt aftur, stuðningur við nýjusprotana alla er skertur, útfluttningur á tónlist sem færir okkur mikin gjaldeyri, nýsköpunarfyrirtækin flýja landa 

Það er lokað á Evrópu samvinnu í markaðsmálum í staðinn er það "lýðræðisríkið" Kína sem er stóramarkmiðið sem allt snýst í kringum hjá þeim félögum SDG, BB og forsetanum, þeir velja að standa á hliðarlínunni þegar ESB er að semja um markaðinn milli USA og EBS það tækifæri má alls ekki skoða vegna forneskju hugmynda Framsóknarmanna stórveldið Ísland á frekar að semja eitt og sér við Ameríkanana og fá að sjálfsögðu allt fyrir ekkineitt.  Þeir gleyma því bara að það er ekki lengur Amerískur her á Íslandi og að Ísland er ekki lengur hernaðarlega mikilvægt

 En verst af öllu fyrir Íslenskt Athafnalíf er þó verkl og stefnuleysi ríkisstjórnarinn maður hefur það á tilfinningunni að verkefninu sé lokið þegar búið er að færa kostnaðinn af Davíðshruninu yfir á almenning og þannig að þeir við alsnægtarborðin hafa fengið góða viðbót 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband