Klárum aðildarviðræðurnar, fullkönnum hanýtt gildi þess að leggja sæstreng til Evrópu og höldum áfram með tilraunir um nýtanlega orkugjafa á Íslandi

Það sem liggur á í dag að gera fyrir Íslenska þjóð er að klára aðildarviðræðurnar við ESB og leyf þjóðinni sjálfri að velja þegar hún hefur verið upplýst um hvað er í boði og þarf ekki að reika um svartnætti upphrópana og fullyrðinga um málið.  Einnig þarf að klára athugun á sæstreng til Evrópu og hefja þá framkvæmd ef hún er talin fýsileg fyrir Íslenska þjóð og í framhaldinu að hefja alvarlegare tilraunir með nýtingu sjáfarfallanna til raforku framleiðslu og halda áfram og helst auka tilraunir með vindörkuna og klára tilraunirnar með niðurdælingu vatns en þar eru enn ýmis ljón í veginum og svo þarf að setja á stofn Íslensk ólíuleitar og vinnslufyrirtæki alfarið í eigu ríkisins að Norskri fyrirmynd

Það er mjög vafa samt að þessi brýnu verkefni verði kláruð í samvinnu við VG eða fortíðar sækinn Framsóknarflokkinn því gæti samvinna Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins verið nauðsynleg til að koma þessum stóru þjóðþrifamálum Íslenskrar framtíðar í höfn, nú og svo þarf að sjálfsögðu að skapa sprotafyrirtækjum aðstöðu og stypja skapandigreinar í sinni framrás svo sem eins og kvikmyndagerð og tónlistarfólk sem hafa svo sannarlega skilað miklu til samfélagsins og verið okkur dýrmætir fulltrúar á erlendri grund 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband