22.12.2013 | 03:12
Nýju samningarnir eru hneyksli
Er þetta ekki alveg stórkostlegt, 2,8% til almennara launþega, þeir all lægst launuðu fá heilar 9000 krónur og aðeins rúmlega það á meða stórmennin hrifsa til sín stórar upphæðum með stuðningi núverandi ríkisstjórnar og forsættisráðherra segir bara að nú eigi menn að gleðjast og hætta að steita hnefum framan í hverja aðra. Ríkisstjórnin blés til stéttarstríðs og það er alls ekki bara almennra launamanna að kysssa á vöndinn og þegja.
Svo sannarlega er þetta upphafið af nýjum tímum þar sem mismunun í samfélaginu mun halda áfram að aukast og svo tillkynnir Frosti Framsóknarmaður lýðnum að nú verði farið í að leiðrétta skattakerfið með það fyrir augum að gera það einfaldara, en hvað þýðir það þegar þessir varðhundar Íslenskra ofurmenn nota þetta orðalag annað en að einföldunin mun eingöngu ganga út á það að létta skattbyrðum þeirra sem hafa það gott í samfélaginu en þingja hana á millitekju og láglauna fólki. Er það þetta sem formaður Framsóknarflokksins kallar "hina skynsömu miðjustefnu"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.