Icesave samþykkt til fjárlaganefndar

Þar með erum við byrjuð að takast á við hluta af afleiðingum af græðgisvæðingunni.  Uppbygging getur hafist þrátt fyrir mikla andstöðu Íhalds og Framsóknar.   

En flórinn er svo sem ekki alveg tómur,  og afleiðingar af glæsilegri efnahagstjórn þessara flokka er ekki bara Icesave.  Þar má nefna mikkla skuldsettningu sjáfarútvgsinns,  sem er bein afleiðing af kvótkerfinu,  við þurfum að losna við allar þær afætur sem Íkaldinu tokst að koma á spenann og lífa nú sældar lífi á kvóta leigu,  og afrakstrinum af gjafakvóta sölu. 

Afkeiðingar af einkavinavæðingu bakanna erum við þegar birjuð að takast á við og virðist ættla að takast vel hjá Jóhönnu og Steingrími, og skynnsamlegar aðgeðir við björgun heimilanna og lífanlegra fyrirtækja,  er öllu skynsamlegri en hugmyndir Íhaldsinns að óheftru markaðurinn lagfæri allt ad sjálfu sér,  hugmyndin um að þeim mun minni reglu þeim mun betra, eru ekki lengur blind trú stjórnvalda.

Man ekki einhver eftir ásókn peningaaflanna í lífeyrissjóði landsmanna og allt talið um hvað mikklu betra væri að spara í einka lífeyrissjóðum.   Sem betur fer komust þessar einkavinavæðingar hugmyndir ekki í framkvæmd, en nægur var viljinn


Er Íhaldið að hefna sín

Það læðist að mér grunur að Íhaldsmenn Íslands séu enn sárir síðan um ræðan um Ríkisútvarpið OHF fór fram,  og vilji koma höggi á Vinstri Græna.  Það er allavegana ein af stóru ástæðunum.  Ekki er það umhyggjan fyrir Íslenskri þjóð, svo mikið er víst.  Alþingi er að verða eins og barnaleikvöllur síðan klappstýrur Dabba og Dóra tóku við í flokkum sínum, og Íslenskur almenningur virðist ekki skipta miklu máli nú um stundir.

Forseti Alþingis verður að taka af skarið

Hvað vakir fyrir Íhaldinu,   með öllu þessu málþófi á Alþingi,  ekki er það almannaheill svo mikið er víst. Það er og verður allt stopp í uppbyggingu efnakagslífsins á Ísland, þangað til ljúkum Icesave og þetta vita þeir full vel.  En greinilega er öllu fórnandi til að koma Íhaldinu aftur til valda, og öll áhætta þess virði.  að koma þeom að,  til að verja hagsmuni þeirra ríku.  Þeir hefðu betur krafist þess að það yrði uppi á borðinu, ef við lentum í erfiðleikum,  á tímum Dabba og Dóra.   þessu verður að ljúka, 


Þetta var þá allt Framsón og stjórnarandstöðunni að kenna

Ekki var það Dabbi sem réði miklu um einkavæðingu bankanna,  samkv.  Styrmi Gunnarssyni.  Hann sá þetta allt fyrir og barðist vasklega á móti því hvernig farið var að.  Alveg ótrúlegt hvernig valda littlum Davíð Oddsyni,  er kennt um allt sem miður fór, (og það var mikið sem miður fór) að hann var bara varnarlaust peð í valda tafli Framsóknar og Stjórnarandstöðu.  Hann var þá alls ekki þessi stjórnmála skörungur,   sem af er látið,   heldur vald lítið ofsótt peð,   sem Framsónarmenn og Stjórnarandstaðand léku grátt,   og lögðu jafvel í einellti. 

Mann setur hljóðann.  Heiðarleiki, jafnrétti og og umhyggja fyrir meðbræðrunum er eitt hvað sem þjóðin kallar á,  samvæmt ný afstöðnum þjóðfundi,  og nú virðist Davíð Oddson orðinn persónugerfingur allra þessara krafna fólksins,  Annað upplifðum við,   sem munum stjórnar tíð hans.


Ekki okkur að kenna, hrópa Íhald og Framsókn

Það virðist vera aðal mál þessara tveggja aðila að koma því inn hjá þjóðinni að þeir beri enga ábyrgð á Icesave,  og þeir hafi ekkert gert rangt,  það sé bara vond vinstristjórn sem heldur illa á málum,  og þeir séu góðu strákarnir sem geti reddað málunum ef þeir komast að.  Er virkilega hægt að treysta mönnum sem bregðast svona við ábyrgð, og afneita algerlega staðreindum.  Ég held varla.  Það yrði stór slys að fá svona lið til áhrifa,  og vonandi verður langt  langt langt þangað til það gerist,  og helst aldrei

Flór mokstur frammundan

Icesave að komast í höfn og flórmokstur eftir stjórnarathafnir Íhalds og Framsóknar geta brátt hafist. Íhalsið ætlar greinilega ekki að vera með,  það er fyrir neðan virðingu þeirra, svo sem eins og að borga skuldir,  þó stofnað hafi verið til þeirra undir væmghafi Dabba og Dóra.  Ekki er hægt að búast við miklu af dreymandi Framsóknarmönnum eða hinu hreyfanlegu fólki í Hreyfingunni ef þeir eru þar enn þá, svo Steingrímur og Jóhanna verða að sjá um þetta ásamt sínu fólki. Bjóst einhver við öðru , ef við viljum vera hreinskilin

Bremmsulaust Íhaldið, er það vænlegt í stjórn

Ég er ekki hissa þó Bjarni Benediktsson tali um niðurlægingu, þegar við þurfum að biðjast afsökunar á framferði gulldrengja Íhaldsins,  og  eflaust er hann reiðastur að hann verður ekki ráðherra á næstunni og að allir skulu eiga að borga ruglið,  ekki bara almenningur.  Það væri lítið spennandi að fá bremmsu laust Íhaldið til áhrifa, í algeri afneytun á raunveruleikann og afleiðingar af blindri einkavina græðgisvæðingu og gjörsamlega mislukkuðum nýfrjálhyggju tilraunum,  boðandi okkur,    að áfram verði haldið á sömu braut tortímingar,   ef þeir komast aftur að.  Ég vara að von og vona enn að Framsóknarmenn komist úr Draumalandinu,  vonbráðar og taki þátt í uppbyggingunni þó þeim hafi tekist að velja sér forustu með helstil miklar draumsýnir þá eru þetta bar als ekki slæmir strákar, bara ef þeir vakna. 

Guð blessi Ísland.


Eru Jóhanna og Steingrímur að loka Icesave

Það er gott ef Icasave er loksins að taka enda og við getum farið að snúa okkur að uppbyggigu arvinnu- og efnahagslífsins. Framsókn og Íhald smeigja sér undan allri ábyrgð end átti enginn von á öðru,   eftir allann leikaraskapinn,  Höskuldur er vonsvikinn eftir drauma fýluferð til Noregs og Bjarni Ben grætur fögrum tárum,   hann verður líklega ekki ráðherra alveg á næstunni, og getur almenningur þakkað almættinu fyrir það, end þyrftu þeir að borga bróðurpartin, af klúðri Íhalds og Framsóknar til margra ára. ef tillögur Íhaldsins næðu fram að ganga. 

Er Steingrímur að bjarga málunum

Þetta hefur ekki litið glæsilega út fyrir Íslenska þjóð með afgreiðslu Icesave með Íhaldið í afneitun og stöðugri hagsmunagæslu fyrir efna fólk,  Framsókn í draumkendum popularisma fjarri öllum raunveruleika og Andspyrnuhreyfinguna í VG sára og reiða í algerri þrjósku einangrun,  frá restinni af þingflokknum og líklega flestum kjósendum hans.  Það væri stórkostlegt og stórt skref fyrir VG í að teljast alvöru flokkur og hæfur til stjórnar þátttöku ef,  Steingrími tækist að ná flokknum saman til að gera það sem gera þarf þó óvinsællt sé og hefja uppbyggingu efnahags og atvinnulífsins á Ísland,  og svo við tölum ekki um hina Íslensku þjóð hvað það er mikilvægt fyrir hana.

Er stjórnarkreppa í aðsigi

Er það virkilega að eina vonin um starfshæfa ríkisstjórn sé kanski að verða Íhald og Kratar og kanski Framsókn.  Það kostar líklega almenning að hann verður látin borga meira en þeir ríku sleppi betur,  þetta getur ekki verið á verri tíma. Þau geta verði hreykin þau Guðfríður Lilíja og Ögmundur yfir afrekunum

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband