Almenningur á að blæða ekki þeir ríku

Hægri flokkarnir eru alls ekki á móti því að skera niður í samfélaginu, bara ekki hjá þeim betur settu. Áherslurnar liggja fyrir frá sumarþinginu og í fjárlagafrumvarpinu.. Veiðigjald afnumið, hátekju og auðlegðarskattar eiga að afleggjast sem fyrst í staðinn skal skorið niður í velferðarkerfinu. Það má alveg leggja stór fé frá almenningi í vegaframkvæmdir ef þær auka verðmæti landareigna þeirra vel settu eins og Engeyjarættarinnar eins og verið er að gera í Garðabæ og svo var að sjálfsögðu allt í lagi að fjölga ráðherrum og auka þannig kostnaðinn verulega við ríkisstjórnina til að koma gæðingunum að og svo hælir formaður fjárlaganefndar sér af því að hún þori sko að skera niður en samt er ekkert skorið niður í fjáraustrinum í landbúnaðarstyrkina, Bygging Landspítalahús er slegin af þó vitað sé að það myndi spara okkur góðan pening á hverju ári og að okkur vanti framkvæmdir í samfélagið til að koma því af stað.  Það er skorið vel niður í skapandi störfu eins og t.d. kvikmyndagerð sem vitaða er að skilar sér margfalt aftur, stuðningur við nýjusprotana alla er skertur, útfluttningur á tónlist sem færir okkur mikin gjaldeyri, nýsköpunarfyrirtækin flýja landa 

Það er lokað á Evrópu samvinnu í markaðsmálum í staðinn er það "lýðræðisríkið" Kína sem er stóramarkmiðið sem allt snýst í kringum hjá þeim félögum SDG, BB og forsetanum, þeir velja að standa á hliðarlínunni þegar ESB er að semja um markaðinn milli USA og EBS það tækifæri má alls ekki skoða vegna forneskju hugmynda Framsóknarmanna stórveldið Ísland á frekar að semja eitt og sér við Ameríkanana og fá að sjálfsögðu allt fyrir ekkineitt.  Þeir gleyma því bara að það er ekki lengur Amerískur her á Íslandi og að Ísland er ekki lengur hernaðarlega mikilvægt

 En verst af öllu fyrir Íslenskt Athafnalíf er þó verkl og stefnuleysi ríkisstjórnarinn maður hefur það á tilfinningunni að verkefninu sé lokið þegar búið er að færa kostnaðinn af Davíðshruninu yfir á almenning og þannig að þeir við alsnægtarborðin hafa fengið góða viðbót 


Við göngum í ESB á endanum, það er aðeins spurning um tíma hvenar það gerist

Það að öfga þjóðernishyggja hafi orðið ofan á í kosningunum í vor, og þó núverandi forseti lýsi yfir amdstöðu við Evrópu og vilji frekar að íslendingar halli sér að Kína og þó SDG gaspri mikið um gagnið af ónýtu krónunni og BB hafi tekið U beyju í aðildarmálinu og það líklega vegna þrýstings frá Davíðs arminum í flokknum þá mun það verða sífellt ljósara að við eigum samleið með Evrópu og þar eru allir okkar helstu markaðir sem við þurfum að hafa góðann aðgang að.  

 Nú þegar ESB hefur breytt stefnu sinni í fiskveiðimálum er sú fyrirstaða að mestu úr sögunni, og þegar við uppgötvuðum að landbúnaðarstefna ESB er sem klæðskerasniðin fyrir bændur en að vísu gætu milliliðir í þeim geira tapað þá er að verða fátt eftir sem getur stoppað okkur og að sjálfsögðu erum við Íslendingar skynsöm þjóð sem mun að endanum sjá þetta þrátt fyrir harðan áróður afla sem eiga hagsmuna að gæta við að halda ástandinu eins og það er og munu kosta miklu til svo það verði 

Sama gamla tuggan

Á dögum síðustu Helmingaskipta stjórnar var sífellt unnið að meir misskiptingu í samfélaginu og á það við hvort sem hún var undir stjórn DO, HÁ eða GHH það var skipulega grafið undan réttindum vinnandi fólks og nú virðis sama vera upp á teningnum hjá nýju Helmingaskiptrastjórninni ef marka má áherslurnar á sumarþimnginu og það sem komið hefur fram á nýbyrjuðu þingi 

Afhverju ekki spara líka á Álftanesi ????

Á sama tíma og leitað er logandi ljósi af atriðum til að skera niður hjá ríkinu á að henda yfir miljarði í vegagerð á Álftanesi sem í bestafalli liggur ekkert á með (og í verstafalli algerlega óþörf). Þarna gæti sparnaðrnefndin aldeilis látið taka til sín 

Afhverju er ekki sparað líka í fjáraustrinum til landbúnaðarins???

Hvað ætli mætti spara mikið á ári með því að moka hressilega út úr milliliðakerfi landbúnaðarins? Niðurskurðarnefnd ríkisstjórnarinnar hefur alveg gleymt þessu gríðarlega fjárfreka kerfi sem fær allt sitt fé beinnt úr ríkiskassanum og að sjálfsögðu almenningur borgar á endanum.

Stefnuræða forsætisráðherra var upp á gamlan Sovjeskan máta frá birjun til enda

Stefnuræða forsætisráðherra minnti óneitanlega um margt á ræður foringjanna í gamla Sovét. Fyrirmyndar ríkið var fullkomið, heiðarlegt, sanngjarnt og fór vel með lítilmagnan. 

En þegar framkvæmdirnar voru skoðaðar kom allt annað í ljós alveg eins og hjá núverandi ríkisstjórn sem hefur lagt alla áherslu á að bæta vel í hjá þeim sem höfðu það gott fyrir en færa álögurnar yfir á breiðubök alþýðunnar og þá sérstaklega þeirra lægst launuðu, og nýja fjárlagafrumvarpið er nákvæmlega með sömu áherslum

Gegnumstreymis eða uppsöfnununar lífeyrissjóðir

Við íslendingar höfum búið við lífeyrissjóði þar sem við borgum iðgjald alla starfsæfina og fáum svo greyddan lífeyri þegar við komumst á aldur eða verðum að hætta störfum fyrr vegna áfalla í lífinu. Nú eru uppi hæværar raddir hópa sem heimta að uppsöfnununarsjóðunum verði breytt í gegnumstreymissjóði, T.d. Hagsmunarsamtök Heimilanna, Vilhjálmur Birgisson verkalíðsfrömuður, fyrverandi þingmenn Hreyfingarinnar og að ógleymdri Lilju Mósesdóttur.  Við höfum þegar vísir af gegnumstreymiskefinu þar sem eru skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart sjóðsfélögum opinberrastarfsmanna og féið sem á að tryggja lífeyrir þeirra á að koma úr ríkissjóði.  Hefur þetta reynst okkur svo vel? Er ekki einmitt málið að ríkissjóður hefur engin efni á að borga það sem upp á vantar hjá ríkisstarfsmönnum þegar þeir fara á eftirlaun og hvernig verður það þá þegar ríkið verður að borga allann lífeyrirnn? Það breytir littlu að þó við notuðumst við iðgjöld og greydum lífeyrir beinnt af iðgreiðslum vinnandi fólks þá munu þær greiðslu hverginærri duga fyrir lífeyri í framtíðinni þegar lífaldur er að hækka hjá þjóðinni og þeim sem borga iðgjaldið fækkar en það er einmitt vandamálið sem þær þjóðir sem nota gegustreymiskerfi standa frami fyrir 

Hvað gerir forsetinn

Stóra spurninginn sem brennur á 80% þjóðarinnar sem samkvæmt skoðanakönnunum vill EKKI lækka veiðigjaldið og að sjálfsögðu þeirra 35.500 sem skrifurðu undir áskorun til forsetans um að fólkið sjálft fengi að ákveða, hvort forsetinn muni svíkja þjóðina og standa frekar með auðmönnunu og ekki senda málið í þjóðaratkæði  !!!!!!!

Stöndum saman um auðlyndina og skrifum öll undir

http://www.petitions24.com/obreytt_veidigjald

Klárum dæmið. Þetta er ekki flokkspólitískt heldur spurningin um framtíðarsýn

http://www.petitions24.com/klarum_daemid

Allir sem vilja sjá hvað fellst í aðildarsamningunum að skrifa undir.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband