Góð og kærkomin viðbót

Flóttamenn og hælisleitendur eru fólk í leit að öryggi og betra lífi og vilja taka þátt í samfélögunum þar sem þeir fá vernd og möguleika á að vinna fyrir sér. Þeir eru því góð og kærkomin viðbót við samfélögin sem taka vel á móti þeim ofugt við það sem rasistar halda fram.


Illa séð hjá Framsókn að allmenningur vilji fræðast um málefnin

Þeir sem vilja hafa möguleika á að taka upplýst ákvörðun og vita sem mest um hvað í boði eru eru illa séðir hjá Framsóknarmönnum, þar eiga skoðanir fólk að koma með valdboði að ofan


Er það svo?

Er nýr spítali engöngu fyrir þá ríku, virkilega það sem við þurfum til að bæta vanrækt heilbrigðiskerfið á Íslandi 


Lýðræðis vitund Framsókna, eitthvað aftan úr grárri forneskju ósamrýmanlegt nútímanum

Að vilja sækja um aðild að ESB þýðir ekki að menn vilji gertast aðilr - sama hvað. Þetta ætla Framsóknarmenn að nýta sér og neypa fólk til að taka afstöðu áður en nokkur veit hvað í því fellst. Þannig er lýðræðisvitund Framsóknae, eittvað aftan úr grárri forneskju, allgerlega ósamrýmanlegt nútímanum


Ósköp einfallt og auðvelt að skilja

Við setjum lög um jafnrétti kynjanna, við setjum lög um að allir skuli hafa mannréttindi hér á landi, við setjum lög um trúfrelsi o.s.fr. og þeim lögum þurfa allir að hlíða. En við segjum ekki öðrum hverju þeir meiga trú og hvort þeir megi hafa tilheyrandu hús til að iðka sína trú. Það er mannréttindabrot

Af hverju ekki, það getur varla hlotist stór skaði af því

Væri ekki rétt að veita öllum sem sækja um dvalarleyfi á Íslandi, sem eru staddir hér á landi og engan grunur um að séu hættulegir samfélaginu, tímabundið atvinnuleyfi á meðan mál þeirra eru skoðuð???

Nýju samningarnir eru hneyksli

Er þetta ekki alveg stórkostlegt,  2,8% til almennara launþega,  þeir all lægst launuðu fá heilar 9000 krónur og aðeins rúmlega það á meða stórmennin hrifsa til sín stórar upphæðum með stuðningi núverandi ríkisstjórnar og forsættisráðherra segir bara að nú eigi menn að gleðjast og hætta að steita hnefum framan í hverja aðra.  Ríkisstjórnin blés til stéttarstríðs og það er alls ekki bara almennra launamanna að kysssa á vöndinn og þegja. 

Svo sannarlega er þetta upphafið af nýjum tímum þar sem mismunun í samfélaginu mun halda áfram að aukast og svo tillkynnir Frosti Framsóknarmaður lýðnum að nú verði farið í að leiðrétta skattakerfið með það fyrir augum að gera það einfaldara, en hvað þýðir það þegar þessir varðhundar Íslenskra ofurmenn nota þetta orðalag annað en að einföldunin mun eingöngu ganga út á það að létta skattbyrðum þeirra sem hafa það gott í samfélaginu en þingja hana á millitekju og láglauna fólki.  Er það þetta sem formaður Framsóknarflokksins kallar "hina skynsömu miðjustefnu"

Vandræðagangnum og úrræðaleysinu verður að linna.

 Ísland þarf stjórn sem hefur tilltrú almennings og ræður við vandamálin. Þessi fálmkend vinnubrögð og ósamstaða stjórnarflokkanna er stórskaðleg til lengdar en best væri að rjúfa sem fyrst þing og boða til kosninga nú þegar sýnt er að öll kosningaloforð Framsóknarflokksins hafa verið eða verða svikin. Við þuefum sterka stjórn flokka sem geta unnið samann að því að klára þau stóru vandamál sem liggja fyrir, svo sem eins og hefja losun gjaldeyrishaft,  klára viðræðurnar um ESB aðild og gef þjóðinni þann sjálfsagða lýðræðisrétt að velja sjálfri um aðildina,  einnig eru málefni eins og að full kanna hagtkvæmni þess að selja rafmagn til Evrópu og svo a<ð sjálfsögðu að losa okkur við hina ónýtu krónu sem er búin að valda okkur tómum vamdræðum til langs tíma 

Það er mikil fjölbreyttni í hóp Íslenskra Evrópuandstæðinga

Íslenskir Evbrópu andstæðingar eru aði fjölbrteyttur og ósamstæður hópur.  Sumir vilja ólmir taka upp sem nánasta samstarf við lýðræðis ríkið Kína þar er forsetinn fremstur í flokki,  aðrir vilja sem mesta Ameríkseringu með auðræðinu sem því fylgir  en það þarf sjálfsagt ekki að taka það fram að þeir eru flestir í Sjálfstæðisflokknum og svo eru það þeir sem vilja einangra landið sem mest og loka á erlendsamskipit eins og kostur er og að sjálfsögðu eru þeir flestir í Framsóknarflokknum og VG þeir eru líklag ekki alveg vissir um hvað þeir vilja,   en allavega eru þeir einu Evrópuandstæðingarnir sem vilja að þjóðin fái  sjálf að taka upplýstaákvörðun um aðild eða ekki aðild og það verður að teljast eina lýðræðislegas afstaðan á ESB aðildinni hjá hinum ýmsu hópum Evrópuandstæðinga 


Klárum aðildarviðræðurnar, fullkönnum hanýtt gildi þess að leggja sæstreng til Evrópu og höldum áfram með tilraunir um nýtanlega orkugjafa á Íslandi

Það sem liggur á í dag að gera fyrir Íslenska þjóð er að klára aðildarviðræðurnar við ESB og leyf þjóðinni sjálfri að velja þegar hún hefur verið upplýst um hvað er í boði og þarf ekki að reika um svartnætti upphrópana og fullyrðinga um málið.  Einnig þarf að klára athugun á sæstreng til Evrópu og hefja þá framkvæmd ef hún er talin fýsileg fyrir Íslenska þjóð og í framhaldinu að hefja alvarlegare tilraunir með nýtingu sjáfarfallanna til raforku framleiðslu og halda áfram og helst auka tilraunir með vindörkuna og klára tilraunirnar með niðurdælingu vatns en þar eru enn ýmis ljón í veginum og svo þarf að setja á stofn Íslensk ólíuleitar og vinnslufyrirtæki alfarið í eigu ríkisins að Norskri fyrirmynd

Það er mjög vafa samt að þessi brýnu verkefni verði kláruð í samvinnu við VG eða fortíðar sækinn Framsóknarflokkinn því gæti samvinna Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins verið nauðsynleg til að koma þessum stóru þjóðþrifamálum Íslenskrar framtíðar í höfn, nú og svo þarf að sjálfsögðu að skapa sprotafyrirtækjum aðstöðu og stypja skapandigreinar í sinni framrás svo sem eins og kvikmyndagerð og tónlistarfólk sem hafa svo sannarlega skilað miklu til samfélagsins og verið okkur dýrmætir fulltrúar á erlendri grund 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband